Nýtt baðlón staðsett á ysta odda Kárnessins
Heillandi heilsulón þar sem hefðir, hönnun og menning svífa yfir vötnum.
Leyfðu hitanum að flæða um líkamann í hinum einstöku jarðböðum Sky Lagoon. Njóttu stórbrotinnar sjávarsýnar og finndu hvernig skilningarvitin endurnærast undir roðagylltri kvöldsól eða draumkenndum dansi norðurljósanna.