Slökun og endurnæring
þar sem
himinn og haf renna saman
Nýtt baðlón staðsett á ysta odda Kársness

Heillandi heilsulón þar sem hefðir, hönnun og menning svífa yfir vötnum.

Leyfðu hitanum að flæða um líkamann í hinum einstöku jarðböðum Sky Lagoon. Njóttu stórbrotinnar sjávarsýnar og finndu hvernig skilningarvitin endurnærast undir roðagylltri kvöldsól eða draumkenndum dansi norðurljósanna.

Vatn er vellíðan

Baðmenning okkar Íslendinga er grunnurinn að Sky Lagoon.

Súpa

Íslensk matarhefð og hráefni í bland við spennandi nýjungar

Sky Café og bistróið okkar, Smakk Bar, bjóða bragðlaukunum í spennandi ferðalag þar sem ferskt íslenskt hráefni vísar veginn.

Kynntu þér möguleikana

Pure leiðin

Pure aðgangur færir þér aðgang að baðlóninu og Ritúal meðferðinni okkar.

Sky leiðin

Njóttu til fulls: Sky aðgangur færir þér aðgang í baðlónið sjálft ásamt fullbúnum einkaklefa og Ritúal meðferðinni okkar.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi
Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Staðsetning

Vesturvör 44-48 Kópavogur

Opnunartímar

Mánudaga – Föstudaga, kl.10–23
Laugardaga – Sunnudaga, kl.9–23