Þetta þarftu að vita áður en þú heimsækir Sky Lagoon

Kynntu þér mikilvægar upplýsingar áður en þú mætir til okkar.

Þegar þú mætir í móttökuna færðu afhent sérstakt armband sem virkar sem lykill og er í senn greiðslukort fyrir allar greiðslur á meðan heimsókn þinni stendur. Allt gert svo upplifun þín verði sem best. Í bókunarferlinu tengjum við greiðslukortið þitt við armbandið og gerir þér kleift að tékka þig út hratt og örugglega.

Börnum yngri en 12 ára aldri eru óheimill aðgangur að Sky Lagoon. Börn frá 12–14 ára aldri verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri).

Við mælum með að fjölskyldur nýti sér Sky búningsaðstöðu fyrir aukin þægindi og næði.

Við mælum með 1,5-2 klukkustundum. Mikilvægt er að drekka vel af vökva meðan slakað er á í heitu baðlóninu.

Lónið er u.þ.b. 38–40° heitt. Okkar breytilega veðurfar getur þó auðvitað haft töluverð áhrif á hitastigið og upplifunina almennt.

Dýpsti hluti lónsins er 120 cm.
Já. Öll okkar aðstaða, þ.m.t. búningsklefar og sturtur, veita gott aðgengi fyrir hjólastóla, auk þess sem stólalyfta er við lónið sjálft. Í boði eru sérstakir búningsklefar fyrir þá sem kjósa meira næði og aukið rými.
Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóma, t.d. flogaveiki, sem gætu leitt til þess að þú óskir eftir auknu eftirliti með þér á meðan á dvöl þinni í lóninu stendur, þá bjóðum við upp á sjálflýsandi armbönd í móttökunni og látum gæsluna okkar vita af þér.

Við bjóðum tvenns konar búningsaðstöðu:

  • Pure: Hefðbundnir almenningsklefar með sturtu- og búningsaðstöðu ásamt lokuðum skápum fyrir fatnað og önnur verðmæti.
  • Sky: Einkaklefi með sturtu og búningsaðstöðu ásamt lokuðum skápum fyrir fatnað og önnur verðmæti. Einnig eru í boði Sky Lagoon húðvörur inní hverjum klefa.

Sundföt eru skylda. Að sjálfsögðu er skylda er að fara í sturtu án sundfata áður en farið er ofan í lónið. Hægt er að leigja sundföt eða kaupa ný í afgreiðslunni.

Ókeypis afnot af handklæðum fyrir alla gesti. Hárþurrkur eru til taks á báðum svæðum.

Við bjóðum upp á handklæði til afnota en öllum er frjálst að koma með sín eigin og nota á svæðinu.

Mjög mikilvægt er að þú drekkir vökva á meðan heimsókninni stendur. Þannig muntu njóta heimsóknarinnar sem best og halda góðri heilsu.

Vatnskrana er að finna í búningsklefum og við baðlónið sjálft. Einnig má kaupa ýmsa svaladrykki á Lagoon Bar. Hver fullorðinn gestur má neyta allt að þriggja áfengra drykkja meðan á heimsókn stendur. Ölvuðum er óheimill aðgangur í lónið.

Við mælum með því að þú farir ekki á fastandi maga ofaní lónið sjálft. Veldu létta og næringarríka fæðu til að njóta heimsóknarinnar til fulls. Létt snarl er í boði á Sky Café.
Við bjóðum uppá sérstaka farangursgeymslu fyrir allan stærri farangur gegn vægu gjaldi í móttökunni.
Við bjóðum upp á kaup á gjafabréfum í móttöku Sky Lagoon.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka