Hátíð Hinsegin daga þarf vart að kynna en fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar leiðir saman landann til að sýna stuðning og fagna okkar litríka samfélagi, og fegurðinni í ástinni.
Sky Lagoon hefur frá opnun lagt mikið upp úr því að bjóða öll jafn velkomin og viljum við sýna stuðning bæði í verki, sem og í leik. Yfir hátíðina munum við því nýta tækifærið til að breyta og bæta okkar þjónustu og sýnileika, strengja okkur hinsegin heit og halda litríka pop-up viðburði.
Við hlökkum til að fagna fjölbreytileikanum saman. Gleðilega hátíð!
Reykjavík Pride er ekki eingöngu fallegur fögnuður fjölbreytileikans heldur lítum við einnig á hátíðina sem tækifæri og áminningu um að gera betur. Við viljum því nýta þess stund til að deila okkar Hinsegin heitum fyrir árið 2022 í þeim tilgangi að styðja við réttindabaráttuna.