Lífið er litríkt og við njótum þess saman

Hátíð Hinsegin daga þarf vart að kynna en fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar leiðir saman landann til að sýna stuðning og fagna okkar litríka samfélagi, og fegurðinni í ástinni.

Sky Lagoon hefur frá opnun lagt mikið upp úr því að bjóða öll jafn velkomin og viljum við sýna stuðning bæði í verki, sem og í leik. Yfir hátíðina munum við því nýta tækifærið til að breyta og bæta okkar þjónustu og sýnileika, strengja okkur hinsegin heit og halda litríka pop-up viðburði.

Við hlökkum til að fagna fjölbreytileikanum saman. Gleðilega hátíð!

4. ágúst)
Hinsegin kórinn syngur í Sky Lagoon

Fyrri viðburðinn verður fimmtudaginn 4. ágúst þegar Hinseginn kórinn syngur fyrir gesti a capabella lög ofan í Sky Lagoon. Tónleikarnir munu hefjast 18:30. Fyllum hjörtun af ást við hlýju vatnsins.

5. ágúst)
Hinsegin Skrúðsigling

Seinni viðburðinn er samstarfsverkefni Sky Lagoon og Siglingafélagsins Ýmis.

Föstudaginn 5. ágúst, í tilefni af Hinsegin dögum, verður hópsigling framhjá Sky Lagoon þar sem litríkum fánum gleðigöngunni verður veifað. Siglingarnar verða klukkan 12 á hádegi og aftur klukkan 16. Tilvalin leið til að hefja fögnuð morgundagsins.

Hinsegin heit Sky Lagoon 2022

Reykjavík Pride er ekki eingöngu fallegur fögnuður fjölbreytileikans heldur lítum við einnig á hátíðina sem tækifæri og áminningu um að gera betur. Við viljum því nýta þess stund til að deila okkar Hinsegin heitum fyrir árið 2022 í þeim tilgangi að styðja við réttindabaráttuna.

  • Við skuldbindum okkur til að gera alltaf okkar besta til að láta öll líða velkomin í Sky Lagoon. Sky búningsklefarnir okkar eru kynhlutlausir og höfum við endurmerkt klósettskiltin til að koma til móts við öll. Kynsegin gestir eða þau sem skilgreina sig utan tvíhyggjukerfisins og hafa keypt Pure miða með almennum búningsklefum, eru hvattir til að láta okkur vita og við munum uppfæra bókunina í Sky, án auka kostnaðar.
  • Framlínu teymið verður nú hvatt til að bera fornöfn sín á nafnspjöldum og tölvupóstsundirskriftir teymisins verða uppfærðar. Við heitum því að gera okkar besta til að bæði gestir og teyminu okkar líði vel og viti að öll séu velkomin. Með auknum sýnileika getum við öll gert betur.
  • Í samstarfi við Pink Iceland, leiðandi LGBTQ+ ferða- og brúðkaupssérfræðinga á Íslandi, mun teymið okkar sitja námskeið fyrir lok 2022 um jafnrétti og LGBTQ+ málefni með sérstakri áherslu á það hvernig við getum tekið á móti öllum gestum okkar á öruggan hátt, með virðingu og hlýju.
  • Við heitum því að veita nefnd Hinsegin daga í Reykjavík, sem öll eru sjálfboðaliðar, gjafakort í Sky Lagoon til að njóta verðskuldaðrar afslöppunar eftir alla sína vinnu að hátíðinni.
  • Við heitum því að veita nefnd Hinsegin daga í Reykjavík, Hinsegin kórnum og Samtökunum '78 á Íslandi stuðning í formi styrks og/eða samstarfs.
  • Við munum nýta hvert tækifæri til að sýna stuðning og gera afstöðu okkar til hinsegin málefna sýnilega okkar gestum í Sky Lagoon.
  • Við lofum að leggja okkar af mörkum. Við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka

back to top