Upplifðu fegurð og endurnærandi krafta á ferð um Ísland.

Byrjaðu í ferðina í Reykjavík með sínum fjölmörgu veitingastöðum sem bjóða upp á heilsusamlegan og góðan mat. Þá er mikið úrval af stöðum í næsta nágrenni þar sem hægt er að hlúa að heilsu og auka vellíðan. Virkjaðu kraftana innra með þér og njóttu ferðalagsins á þessum þremur ómissandi áfangastöðum.

Endurnærðu þig í Sky Lagoon 

Sökktu þér í Sky Lagoon í Kópavogi. Sjö þrepa Ritúal meðferðin hefst í lóninu þar sem þú finnur slökun í líkama og sál. Þá tekur við dýfa í kælipottinum þar sem adrenalínið hressir skilningarvitin og örvar vöðva.

A woman floats in the water, rock feature and waterfall behind.

Þriðja þrepið er gufubað þar sem hitinn opnar svitaholurnar, fjarlægir eiturefni og hreinsar húðina. Úr gufubaðinu ferðu í kalda mistrið sem endurnærir og gefur orku. Fimmta þrepið er hið einstaka Sky Body Scrub sem gert er úr sjávarsalti. Nuddaðu ilmandi skrúbbnum varlega um líkamann í hringlaga hreyfingum og keyrðu síðan meðferðina í gang með sjötta skrefinu — blautgufunni. Gufan og skrúbburinn vinna saman að því að græða húðina og gefa henni raka. Settu svo endapunktinn með sjöunda þrepinu í sturtu og einni dýfu í lóninu með útsýni yfir hafið.

Skelltu þér í göngu

Skoðaðu landið á gönguleiðum þar sem adrenalínið fer á fullt í ógleymanlegu landslagi. Gönguleiðin að Öxarárfossi er frábær 4,2 km hringleið um Þingvelli og er við allra hæfi.

Grass covered mountains with snow tips.

Fyrir lengra komna er tilvalið að ganga upp að Glym sem er næsthæsti foss landsins og aðeins um 45 mínútna akstur frá Reykjavík. Leiðin er 6,8 km en þar þarf að ganga yfir á, gegnum helli og um einstigi í fjallshlíðum. Á þessari 3,5 klukkustunda ferð færðu að upplifa einstakt útsýni yfir Glym sem fellur niður um 198 metra.

Ef þú vilt alvöru áskorun er gönguferðin um Laugaveg talin ein besta gönguferð heims af National Geographic. Á 55 km leið sem tekur nokkra daga upplifa ferðalangar í ævintýraleit Ísland í sinni tærustu mynd. Fjölbreytt landslag með hverum, jöklum hraunbreiðum og virkum eldstöðvum.

Drekktu í þig landslagið

Gullni hringurinn tengir þrjá helstu ferðamannastaði landsins, Þingvelli, Geysissvæðið og Gullfoss, og gefur sýnishorn af öllu því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða, eldfjöllum, jöklum, fossum og goshverum.

A grassy plain with a rushing river and waterfall.

Ferðin er um 230 kílómetrar og tekur rúmar þrjár klukkustundir. Hægt er að velja á milli skipulagðra ferða með leiðsögumanni eða að fara á eigin vegum. Þá er hægt að koma við hjá falinni perlu, fossinum Faxa, sem er kjörinn áfangastaður á ferð um Gullna hringinn.

Leggðu upp í frábæra heilsu- og dekurferð. Byrjaðu strax með því að bóka heimsókn í Sky Lagoon.

Frekari fróðleikur

Frekari fróðleikur

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hver erum við?

back to top