Jarðvarmi er náttúruleg uppspretta endurnýjanlegrar orku. Hér á Íslandi erum við svo lánsöm að hafa ríkulegan aðgang að jarðhitavatni, og kunnum svo sannarlega að meta það!

Hvað er jarðhitavatn?

Jarðhitavatn hitnar á náttúrlegan hátt djúpt undir yfirborði jarðar. Þegar það rís upp á yfirborðið er það einkar steinefnaríkt. Vatnið nýtum við til að hita heimili, skóla og aðrar byggingar, gróðurhús og auðvitað sundlaugar.

Í hverju felast heilandi áhrif jarðhitavatns?

Böð í jarðhitavatni eru holl fyrir bæði líkama og sál. Hér koma nokkrar ástæður fyrir vellíðunaráhrifum þess:

1. Húðin

Húðin er eins konar verndarhjúpur líkamans og dregur í sig efni úr umhverfinu, góð jafnt sem slæm. Vatnið í Sky Lagoon inniheldur steinefni sem hafa hreinsandi eiginleika og eru þekktir fyrir að gefa góða raun gegn ýmsum líkamlegum kvillum. Böð í jarðhitavatni geta því haft góð áhrif á húðina, ásamt því að nota Sky Body Scrub kornakremið eykur þú ennfrekar á þessu góðu áhrif. Húðin verður ljómandi frískleg og hrein!

2. Hitinn

Varmi vatnsins getur dregið úr sársauka. Böð í heitu vatni loka á sársaukaboð í vöðvum og beinum. Þú munt án efa upplifa þessa tilfinningu nokkrum sinnum á ferðlaginu þínu í gegnum Sky Ritúal. Hvert skref er hannað til þess eins að stuðla að þinni vellíðan.

3. Tengslamyndun

Á meðan það getur verið mjög freistandi að týna sér og gleyma stað og stund í heitum náttúrulaugum með stórbrotið útsýni fyrir framan þig, þá eru laugarnar frábær kostur til að hitta aðra og tengjast. Íslenskar sundlaugar hafa löngum verið taldar einn helsti samkomustaður landsins. Í heitu vatninu hittast landsmenn og ræða málefni líðandi stundar, og fyllast orku fyrir daginn eða endurhlaða batteríin eftir annasaman dag. Hjá okkur nærðu svo sannarlega að uppfylla þessari mikilvægu grunnþörf, undir berum himni með uppáhaldsdrykkinn þinn við hönd í góðra vina hópi.

4. Slökun

Að slaka á í heitum laugum er talið verið einstaklega endurnærandi fyrir sálina. Slíkt á að geta hjálpað við að minnka streitu og annað áreiti, og ná þannig fram aukinni vellíðan. Að auki er talað um að þú náir betri nætursvefn ef þú sameinar ferðalagið með dýfu í kalda pottinum. Slíkt á að auka blóðflæði, örva ónæmiskerfið, þétta húðina og þér náttúrlega sæluvímu.

5. Hreinsun

Rakinn er sagður hafa góð áhrif á lungu og fjarlægja stíflur í ennisholum. Dragðu djúpt inn andann, staldraðu við og finndu fyrir vellíðunaráhrifunum.

Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig, vertu í núinu og andaðu að þér fersku sjávarlofti, þar sem himinn og haf renna saman. Við hlökkum til að taka á móti þér í Sky Lagoon.

Frekari fróðleikur

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hver erum við?

back to top