Gerð Sky Lagoon:
Klömbruhleðslan hlaðin

Þrátt fyrir að gestir Sky Lagoon hrífist af hlýlega og nútímalega yfirbragðinu var margvíslegum sagnfræðilegum þáttum og hefðum fléttað inn í hönnunina til að bæta upplifun gesta.

Þar á meðal er klömbruhleðslan en þessa byggingaraðferð má rekja aftur til landnáms um árið 870 og var hún notuð allt fram á miðja 20. öld. Landnámsfólk byggði bæi sína úr torfi enda veitir efnið fyrirtakseinangrun sem og vörn gegn vályndum veðrum.

Þá var enginn hörgull á torfi á Íslandi, á meðan annað byggingarefni var af skornum skammti. Þrátt fyrir að nútímaheimili séu ekki byggð úr torfi var ákveðið að hlaða vegg hjá Sky Lagoon úr torfi sem virðingarvott við þetta forna verklag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðferð er notuð í nýbyggingu hér á landi. Þessi veggur blasir við komugestum.

Hleðslumeistarinn Guðjón S. Kristinsson og hans fólk sótti innblástur í þessa fornu tækni og skáru út torfþökur sem þau hlóðu svo í fiskibeinsmynstur í viðarramma. Íslenskt torf er sérstaklega endingargott þar sem moldin er blönduð eldfjallaösku og því ekki ólík steinsteypu.

„Ég hef hlaðið torfi í Noregi, Danmörku og Þýskalandi … íslenskt torf slær öllu við. Það er algerlega einstakt,“ segir Guðjón.

Kíkið á stuttmyndina hér að ofan til að fræðast um torfhleðsluna og Sky Lagoon.

Frekari fróðleikur

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hver erum við?

back to top