Sky Lagoon er íslenskt undur sem tengist inn í menningu og hefðir.

Sky Lagoon er hannað til að vera sjónræn og andleg upplifun fyrir öll skynfæri: Saltilmur Atlantshafsins, hljóðin frá dýralífi og öldugjálfri, áferðin af jarðhitavatni og bragðið af íslenskum afurðum á Smakk Bar. Það áhrifamesta er þó hið kynngimagnaða útsýni sem blasir við undan 75 metra löngum óendanleikakanti lónsins.

Skerjafjörður

Sky Lagoon er við Skerjafjörð sem dregur nafn sitt af skerjunum sem prýða hann. Ef þið tímasetjið heimsóknina rétt gætuð þið séð skerin skjóta upp kollinum þegar fjarar út og hverfa svo aftur í sæ á flóði. 

Sumarsólsetur og miðnætursól

Fallegu sumarkvöldin og næturnar eru yndisleg ásýndar og hvergi betra að vera en einmitt á bakkanum í Sky Lagoon þegar sólin kyssir sjóndeildarhringinn á roðagullnum himni.  

Ekki er upplifunin svo síðri á veturna í Sky Lagoon með tilkomumikið útsýni yfir stjörnubjartan himinn. Ef þið eruð heppin sjáið þið kannski norðurljósin velta fram um himinskaut. 

Hér eru nokkur þekkt kennileiti sem sjást frá Sky Lagoon

Keilir

Lengst til vinstri blasir Keilir, þríhyrningslaga líkt og fjöllin sem þið teiknuðuð í gamla daga. Keilir var um aldaraðir eitt af kennileitum sem sjófarendur stýrðu eftir.  

Scenic landscape photo of the sunset in Iceland

Fagradalsfjall

Heimurinn hefur fylgst með Fagradalsfjalli síðustu mánuði frá því að gosið hófst þar eftir að það hafði legið í dvala í 6.000 ár. Í Sky Lagoon bjóðast útsýnissæti í fremstu röð, en öruggri fjarlægð, þar sem reykjarsúlan sést stíga til himins.

Two large rocks in the calm water.

Bessastaðir

Þetta gamla höfuðból hefur verið í byggð frá landnámsöld og er nú, eins og allir vita, bústaður forseta Íslands. Á Bessastöðum eru mörg hús, þar á meðal híbýli forseta, móttökustofa, þjónustuálma og kirkja, sem eru hvítmáluð með rauðu þaki og sjást vel frá Sky Lagoon þar sem þau ber við grænan bakgrunn Álftaness.

Group of white buildings with red rooftops in the distance, mountains behind

Skemmtileg staðreynd: Kaldi potturinn okkar er innblásinn af Snorralaug í Reykholti sem var í eigu sagnaritarans Snorra Sturlusonar sem bjó um skeið á Bessastöðum (Snorri kenndi bæinn við tengdaföður sinn, Bessa að nafni). Hægt er að gæða sér á húsbjórnum okkar, Snorra sem nefndur er eftir hinum eina sanna, á barnum í Sky Lagoon og horfa yfir hans gömlu heimaslóðir.

Snæfellsjökull glacier

Á heiðskírum degi fer Snæfellsjökull ekki fram hjá nokkrum gesti Sky Lagoon þar sem hann trónir yst á Snæfellsnesi. Jökullinn situr ofan á eldkeilu sem myndaðist fyrir um 700.000 árum og teygir sig rúma 1.400 metra upp í loft. Það er fátt í þessum heimi sem jafnast á við að sjá sólina setjast bak við Snæfellsjökul þar sem fegurð og ægikraftar náttúrunnar birtast skýrum hætti.

Jökullinn hefur lengi vakið hrifningu fólks um heim allan og er meðal annars sögusvið vísindaskáldsögunnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne. Bókin kom fyrst út árið 1864 og fjallar um hóp fólks sem finnur inngang að miðju jarðar í Snæfellsjökli.

Dýralíf

Mikið líf er í sjónum umhverfis Sky Lagoon og auðvelt að gleyma sér við að dást að fuglunum sem svífa þar um loftið. Þar má nefna margæsir, tjalda, sendlinga, kríur og skarfa sem kafa djúpt í sæ til fiskveiða.

Ef þið eruð heppin sjáið þið svo ef til vill selum bregða fyrir enda er Sky Lagoon í sjálfum Kópavogi.

A large white bird flies over the water

Frekari fróðleikur

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hver erum við?

back to top