Leyfðu þér að slaka á og upplifa eitthvað nýtt. Stígðu út fyrir þægindarammann með okkar rammíslensku Sky Ritúal spa meðferð sem var hönnuð til þess eins að veita þér meiri hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins.

Meðferðin er byggð upp sem sjálfnærandi 7 þrepa ferðalag fyrir bæði líkama og sál sem hefur aldrei verið eins og mikilvægt á tímum sem þessum.

Þrep 1: Finndu fyrir kyrrðinni í lóninu og slakaðu á!

Komdu inn í gegnum fordyri lónsins sem minnir á hellismunna. Náðu áttum, stígðu svo ofan í hlýtt vatnið og slakaðu á. Andaðu að þér fersku sjávarloftinu. Um leið og þú flýtur eftir stórkostlegu gili nýtur þú útsýnis yfir Keili. Hinu megin fær andardrátturinn lausan tauminn með taktföstum slætti hafsins. Þetta fyrsta skref snýst um að aftengja og finna innri ró og kyrrð til að geta meðtekið það sem fram undan er. Gefðu þér allan þann tíma sem þú þarft!

Þrep 2: Komdu að kæla!

Kælingarmeðferð okkar byggir á alíslenskri hefð sem örvar blóðrásina, dregur úr blóðflæði í líkamanum og gerir húðina stinnari. Kælingin færir þér að auki náttúrulega gleðivímu!

Þú getur annaðhvort rölt um í ferska loftinu, eða dýft þér í köldu laugina okkar eins og sannur víkingur. Við mælum með 10 sekúndum til að vekja skilningarvitin, en hámarksdvöl er um 30 sekúndur. Kælingin er tilvalin til að jafna sig eftir langt flug, góða fjallgöngu eða einfaldlega eftir annasaman dag. Sigraðu hugann, örvaðu skilningarvitin og vaknaðu til lífsins hjá okkur!

A man with his eyes closed while sitting up in the water.

Þrep 3: Náðu innri ró með stórfenglegu sjávarútsýni í þurrgufunni!

Eftir góða kælingu er gott að slaka á í gufubaðinu okkar í u.þ.b. 10 mínútur. Leyfðu hitanum að opna svitaholurnar, fjarlægja eiturefni og hreinsa húðina á meðan öll skilningarvitin fara á flug. Þegar þú týnir þér í þessari stórbrotnu sjávarsýn og heyrir gjálfrið í öldunum þá uppgötvar þú að þetta er líklega magnaðasta gufubað landsins.

A woman walks towards a man sitting in a wooden sauna room, a large window to the left shows a sunset over the water.

Þrep 4: Öðlastu jafnvægi í köldu mistri!

Nú er komið að því að jafna sig eftir hitann með því að stíga inn í svalandi mistrið sem einkennir íslenska veðráttu. Stígðu út, andaðu djúpt og finndu hvernig skilningarvitin vakna enn á ný. Svalandi mistrið vekur húðina og undirbýr hana blíðlega fyrir það sem koma skal.

Þrep 5: Vektu líkamann með Sky Body Scrub!

Nú nuddum við nýju lífi í húðina. Notaðu okkar einstaka Sky Body Scrub til að hreinsa burt dauðar húðfrumur og endurheimtu náttúrulegan gljáa húðarinnar á ný. Skrúbburinn er gerður úr náttúrulegu sjávarsalti og er er ákveðinn hápunktur Sky Ritúal meðferðarinnar. Nuddaðu skrúbbnum varlega inn í húðina með litlum hringlaga hreyfingum

A person rubs their shoulder.

Þrep 6: Vektu líkamann enn á ný!

Á meðan húðin titrar af ánægju eftir líkamsburstunina þá tekur næst við slökun í blautgufunni svo húðin nái að opna sig enn betur. Á þessum tímapunkti er húðin einmitt tilbúin til að soga í sig næringarefni og rakann til að hámarka árangur Sky Ritúal meðferðarinnar.

Finndu líka hvernig öndunarfærin hreinsast í gufunni sem stuðlar að almennri heilsu og vellíðan. Algjörlega frábær tilfinning!

Þrep 7: Skolaðu restina af og slakaðu á fyrir heimferð

Að lokum skolarðu skrúbbinn af í sturtunni áður en þú stígur aftur ofan í lónið fyrir heimferð. Hallaðu þér aftur, lokaðu augunum og njóttu þess að eiga þessa notalegu stund bara fyrir þig. Taktu eftir því hvernig allir vöðvar líkamans bregðast við og fagna þessari langþráðu slökun til að endurhlaða sig í amstri dagsins.

Reynslan sýnir að þessi sjö þrepa vegferð skilar sér í djúpri slökun og almennri vellíðan. Og leyndarmálið á bak við þetta er einfalt, því við Íslendingar þekkjum töframátt náttúrulauganna mæta vel. Við teljum okkur hafa fullkomnað ferlið en viljum endilega heyra hvað þér finnst.

Frekari fróðleikur

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hver erum við?

back to top