Þegar Ísland sýnir sínar bestu hliðar eru náttúra, fegurð og hlýja alltaf í forgrunni. Því þótt loftslagið sé býsna óstýrlátt þá er alltaf stutt í þennan einstaka yl sem gerir okkur öllum svo gott.
Hvað gerir Sky Lagoon að einstakri íslenskri upplifun?
Þótt Sky Lagoon sé nýtt af nálinni þá leynast þar alls konar tilvísanir í gamla tíma. Skoðaðu torfbæinn sem er byggður á gamla mátan og klömbruhleðsluna við innganginn.
Náttúrulaugar er að finna víða um landið, og þær eru líklega fleiri hér á landi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Allt frá söguöld hafa Íslendingar nýtt sér þessar gjafir náttúrunnar til að slaka á. Ætli það sé ekki eitthvað í DNA-inu okkar?
Þótt hálendið sé frábært þá er staðreyndin sú að við búum flest nærri sjávarsíðunni. Forfeður okkar sóttu sjóinn til að lifa af – og kannski gerum við það líka. Þú færð einfaldlega öðruvísi, og ef ekki kraftmeiri innblástur þegar þú horfir út á hafið.
Eins og aðrar norrænar þjóðir, þá erum við Íslendingar hrifnir af einfaldri og stílhreinni hönnun þar sem litavalið er sótt til náttúrunnar. Við erum líka ófeimin að brjóta hana upp á óvæntan hátt þegar það hentar.
Það liggur ekkert á. Þess vegna gefum við okkur tíma til að njóta gæða landsins og upplifa á nýjan hátt. Allt frá gömlu góðu uppáhellingunni, kleinunum hjá ömmu, hjónabandsælunni hjá mömmu, villibráðinni hjá afa, til matseðilsins á Smakk Bar. Við notum bragðlaukana til að kanna landið okkar á alveg nýjan hátt, sem mun koma þér skemmtilega á óvart.
Þetta reddast! Kannski óopinbert slagorð Íslendinga? Allavega er gott að hafa þetta bakvið eyrað í amstri dagsins. Gleyma og verkefnum í smá stund og njóta þess að slaka á í einstöku umhverfi, svo nálægt en samt svo langt í burtu frá öllu sem stressar.