Komdu með hópinn þinn!

Bjóddu hópnum þínum í sjálfnærandi ferðalag í einstöku umhverfi Sky Lagoon. Aðeins í boði út árið 2021.

Slakaðu á eftir annasaman dag undir berum himni í góðra vina hópi. Heimsókn í Sky Lagoon er ávísun á ógleymanlega kvöldstund undir roðafylltri kvöldsólinni eða dansandi norðurljósum, ef þið eruð heppin. Ef hópurinn telur að lágmarki 20 manns getið þið haft baðlónið algjörlega út af fyrir ykkur.

Hægt er að velja milli tveggja leiða: “Pure Moments” og “Sky Moments”.

Pure Moments

Hefðbundni pakkinn inniheldur aðgang að almennri búningsaðstöðu og auðvitað okkar sjálfnærandi Ritúal spa ferðalag.

Innifalið er eftirfarandi:

 • Aðgangur að Sky Lagoon
 • Sjö þrepa Ritúal meðferð
 • Sameiginleg búningsaðstaða ásamt lokuðum skápum
 • Afnot af handklæðum
 • Drykkur á Lagoon Bar

Lágmark 50 gestir | Hámark 200 gestir

Sky Moments

Premium pakkinn felur í sér allt það besta sem Sky Lagoon hefur upp á að bjóða. Hann er tilvalinn fyrir hópa sem vilja vera aðeins út af fyrir sig og kjósa meira næði og aukin þægindi.

Innifalið er eftirfarandi:

 • Aðgangur að Sky Lagoon
 • Sjö þrepa Ritúal meðferðin
 • Einkaklefar með búnings- og sturtuaðstöðu ásamt lokuðum skápum
 • Sky Lagoon húðvörur og veitingar í búningsklefa
 • Afnot af handklæðum
 • Drykkur á Lagoon Bar

Tuttugu gestir að lágmarki | 40 að hámarki

Teymið okkar veitir allar nánari upplýsingar.

Hafðu samband

 

Á ysta odda Kársnessins í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við?