Sælkeraferðalag um Ísland

Fáðu sem mest út úr heimsókninni í Sky Lagoon. Veldu á milli nokkurra sérvalinna alíslenskra sælkerabakka sem gera upplifun þína enn ánægjulegri.

Leyfðu huganum að reika á Lagoon Bar

Svalaðu þorstanum þar sem himinn ber við haf. Við tökum hlýlega á móti þér við enda lónsins. Hér getur þú slakað á og notið lífsins eins lengi og þig lystir.

Hlýlegt og látlaust Sky Café

Eftir ferðalagið í lóninu bjóðum við upp á nokkrar tegundir af súpum ásamt rammíslensku sætabrauði á borð við kleinur, hjónabandssælu og ástarpunga sem verma sálina í afslöppuðu umhverfi.

Kannaðu og uppgötvaðu á Smakk Bar

Á Smakk Bar bjóðum við upp á nokkra alíslenska smáréttaplatta sem endurspegla árstíðirnar og innihalda ferskasta hráefnið hverju sinni.

Smakk Bar er opinn frá 12 á hádegi og síðustu pantanir eru teknar 30 mínútum fyrir lokun.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka