Öryggi er mikilvægasta grunngildið okkar

Með loforði Sky Lagoon um öryggi skuldbindum við okkur til að tryggja öryggi og velferð gesta jafnt sem starfsfólks. Með þessum verkferlum munum við tryggja að gestir Sky Lagoon upplifi öryggi í hvívetna á meðan á heimsókninni stendur.

MEIRA ÖRYGGI
MEIRA ÖRYGGI: Höldum hæfilegri fjarlægð milli fólks.
 • Allir gestir verða að bera andlitsgrímu sem hylur munn, nef og höku í öllum almennings rýmum. Undantekningar eru þegar þú neytir matar og drykkjar og ert að njóta ofaní lóninu sjálfu.
 • Teymið okkar leggur sig fram við að tryggja öruggt og gott flæði um rými baðstaðarins — einkum og sér í lagi þar sem raðir myndast, í opnum rýmum og salernisaðstöðu.
 • Við notum líka ýmsan hlífðarbúnað fyrir starfsfólk, einnota matseðla, snertilausar greiðslur og hröðum afgreiðslu eins og kostur er.
 • Við munum auk þess skima starfsfólk fyrir einkennum í upphafi hverrar vaktar.
 • Á Sky Café og Smakk bar er aukið bil milli borða.
ÞRIF
ÞRIF: Hertar kröfur um hreinlæti og sótthreinsun
 • Við vinnum eftir ströngum stöðlum við öll regluleg þrif dagsins í sameiginlegum rýmum.
 • Í búningsklefum eru engir ónauðsynlegir snertifletir.
UPPLÝSINGAGJÖF
UPPLÝSINGAGJÖF: Ströng þjálfun og upplýsingagjöf starfsfólks
 • Við erum mjög meðvituð um mikilvægi þess að tryggja öryggi starfsfólks, gesta og samfélagsins alls. Allar okkar ráðstafanir um fjarlægðartakmarkanir og sótthreinsun eru vel kynntar og útskýrðar með skýrum hætti til að þær skili tilætluðum árangri.
 • Þjálfun starfsfólks felur í sér stranga þjálfun á sviði hreinlætis og öryggis.
 • Merkingar á staðnum og samskipti við gesti áður en þeir mæta skulu ávallt vera skýr.
 • Við höfum sett okkur starfsreglur til að takast á við tilfallandi veikindi gesta og starfsfólks og tryggja þannig heilsu annarra í leiðinni og samfélagsins í heild.
HUGARRÓ
HUGARRÓ: Jákvæð nálgun
 • Mikilvægur þáttur í framúrskarandi þjónustu okkar og gestrisni er að vera hvatning annarra til góðra verka. Við metum bjartsýni og gleymum aldrei gleðinni.
 • Við trúum því að stórfenglegir staðir á borð við Sky Lagoon hafa heilandi áhrif og veiti gestum og starfsfólki okkar innblástur í bæði leik og starfi. Það gleður okkur mikið að geta boðið gestum okkar að upplifa krafta þessa nýja baðlóns.
Afbókanir
Afbókanir

Við höfum fullan skilning á því ef þú þarft skyndilega að afbóka heimsóknina þína til okkar. Þú getur afbókað með allt að dags fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu. Teymið okkar veitir allar nauðsynlegar upplýsingar.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka