Sky Lagoon vill bjóða þínu fyrirtæki að gera vel við starfsfólkið um jólin með endurnærandi og slakandi upplifun. Við bjóðum spennandi nýjungar og lægra verð svo þú getir gefið þínu fólki heilsubót og hugarró í fallegri gjafaöskju. Ásamt gjafabréfi geturðu gefið einstakar Sky Lagoon vörur á 20% afslætti.
Hafðu samband til að sjá hvaða upplifun hentar þínu fyrirtæki.
Gjafabréf í Sky Lagoon er bæði heilsubót og næring fyrir líkama og sál.
Með gjafabréfi fyrir tvo getur þitt fólk deilt sinni upplifun og þú boðið í bæði mat og drykk. Multi-Pass gjafabréfið setur vellíðan og heilsu í fyrsta sæti. Þú gefur þá sex heimsóknir á meira en helmingsafslætti.
2 Pure Pass, Sjö skrefa Ritúal meðferð, Almenn búningsaðstaða og handklæði, Drykkur á mann (vín hússins, af krana eða óáfengt), Sky sælkeraplatti á Smakk Bar.
2 Sky Pass, Sjö skrefa Ritúal meðferð, Vel búinn einkaklefi með sturtu ásamt Sky Body Lotion og handklæði, Drykkur á mann (vín hússins, af krana eða óáfengt), Sky sælkeraplatti á Smakk Bar.
Gefðu endurtekna heilsubót með klassísku Pure leiðinni. Sex heimsóknir á meira en helmingsafslætti.
Reglulega vellíðan með meira næði og þægindum. Sex heimsóknir á meira en helmingsafslætti með Sky leiðinni.
Þú getur bætt drykk við gjöfina til að gera góða stund enn betri.
Gjöfin verður enn hátíðlegri í smekklegum Sky Lagoon gjafaumbúðum. Í samstarfi við Kolvið munum við gróðursetja tré fyrir hverja gjafaöskju. Innpökkun kostar 300 kr. og mun renna óskipt til Kolviðar. Ein innpökkun = eitt tré.