Morgunstund gefur gull í mund. Byrjum daginn á rólegum nótum niður við sjávarsíðuna.
Nýjasti pakkinn okkar, Morgunstund, býður gestum upp á allt það besta sem Sky Lagoon hefur upp á að bjóða milli klukkan 8 og 11 að morgni. Innifalið er aðgangur að lóninu, ferðalag í gegnum sjö-skrefa Ritúalið og gómsætur morgunverðarplatti frá Sandholti með appelsínusafa eða kaffi.
Morgunstundir verða í boði frá
17.júní til 14. ágústs 2022.